Síðdegisútvarpið

23. apríl

Fyrrum umboðsmaður barna í bretlandi hefur hafið málaferli gegn samfélagsmiðlinum TikTok vegna söfnunar miðlisins á persónuupplýsingum barna og unglinga í Bretlandi sem og víðar um Evrópu. Málsóknin hefur verið hafin fyrir hönd milljóna barna. Helga Þórisdóttir forstjóri persónuverndar ætlar segja okkur betur frá málinu.

Niðurstöður veigamikillar rannsóknar sem unnin var á börnum foreldra sem unnu við hreinsunarstarf eftir Tjernóbyl slysið sýna einstaklingar sem urðu fyrir geislamengun við hreinsunina arfleiða börnin sín ekki þeim skaða sem þeir kunna sjálfir hafa orðið fyrir vegna geislunar. Við ræðum við Arnar Pálsson erfðafræðing um málið.

Við heimsækjum Kópasker í þættinum og fræðumst þar um ótal verkefni sem eru í gangi á Öxarfjarðarsvæðinu, meðal annars jarðaberjaræktun og gróðurhús sem nýtir jarðvarma. Gígja Hólmgeirsdóttir ræðir við Charlotte Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs, og Lindu Björk Níelsdóttur jarðaberjabónda.

Svo bárust heldur betur óvæntar en gleðilegar fréttir í gær þegar Skarphéðinn Guðmundsson Dagskrárstjóri Sjónvarps hér á RÚV sagði samning í höfn á lokametrunum við Óskarsverðlaunahátíðarhaldara. Við munum öll getað vakað frameftir og horft á hátíðina í beinni útsendingu. Við heyrum í Skarphéðni.

Eftir miklar vangaveltur um það hvort konur raunverulega angi síður af táfýlu en karlar eða hvort það einfaldlega mýta ákváðum við bera málið undir sérfræðing. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtla- og efnaskiptasjúkdómalæknir svarar þessari áleitnu spurningu í þættinum svo við getum öll haldið róleg inn í helgina og sofnað rótt í kvöld.

Birt

23. apríl 2021

Aðgengilegt til

23. apríl 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.