Kvöldfréttir útvarps

Metmagn fíkniefna og leitað að loðnu

Áramótablys sem fest voru á flöskur kveiktu eldinn á skemmtistað í skíðabænum Crans Montana á nýársnótt. Börn niður í fimmtán ára voru inni á skemmtistaðnum þegar eldurinn braust út.

Lögreglan hefur aldrei lagt hald á meira magn kókaíns og marijúana á einu ári eins og í fyrra. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þekkt með aukinni velmegun aukist neysla dýrari fíkniefna á borð við kókaín.

Loðnuleit hefst á næstu dögum. Þarnæsta loðnuvertíð verður líklega tífalt stærri en sem er hefjast.

Nýliðið ár var það hlýjasta frá upphafi mælinga hér á landi. Hiti var yfir meðallagi átta af tólf mánuðum ársins.

Nýr risi trónir á toppi rafbílamarkaðsins á heimsvísu og það er ekki Tesla. Kínverski framleiðandinn BYD jók sölu um tæpan þriðjung á nýliðnu ári og stal þarmeð toppsætinu.

Fólk virðist misjákvætt í garð kílómetragjaldsins sem tók gildi um áramótin. Eldsneytisverð lækkaði samhliða því en breytingin kemur sér betur fyrir jeppaeigendur en smábílaeigendur

Frumflutt

2. jan. 2026

Aðgengilegt til

2. jan. 2027

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,