Kennaraverkfall, óveður, norska stjórnin sprungin, Trump um flugslys, engir biðlistar á Akureyri, hættustig á Suðurnesjum
Ríkissáttasemjari lagði fram innanhústillögu í deilu kennara, ríkisins og sveitarfélaga á samningafundi í dag. Samninganefndir hafa frest til laugardags til að taka afstöðu til tillögunnar - verkföll skella á á mánudag verði hún ekki samþykkt.
Vonskuveður hefur verið á vestanverðu landinu í dag með tilheyrandi ófærð. Veðrið gengur niður í kvöld en veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir landið allt um helgina.
Ríkisstjórnarsamstarfinu í Noregi hefur verið slitið. Ágreiningur hefur verið milli stjórnarflokkanna um hvort innleiða eigi þrjár orkutilskipanir Evrópusambandsins.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því á blaðamannafundi að forverar hans í starfi bæru sök í flugslysi í Washingtonborg í nótt þar sem á sjöunda tug eru taldir af.
Löngum biðlistum eftir þjónustu á dag- og göngudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið útrýmt.
Og uppsjávarskipið Huginn VE strandaði í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn í dag.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásta Hlín Magnúsdóttir