Síðdegisútvarpið

Skatan, ljót skrýtin og óvenjuleg jólatré, og bernaise sósan

Við ætlum hita upp fyrir morgundaginn þ.e. Þorláksmessuskötuveisluna,

Kristján Berg Ásgeirsson Fiskikóngur kom til okkar.

er bresta á mesti anna tíminn í kirkjugörðum landsins og ekki hvað síst hér í höfuðborginni. Við heyrðum í Heimi Janusarsyni hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur nánar tiltekið Hólavallakirkjugarði og heyrðum hvernig er best skipuleggja sig fyrir heimsókn í kirkjugarðinn.

Á rölti okkar um miðbæinn í gær tókum við eftir misheppnuðum, ljótum, skrýtnum og óvenjulegum jólatrjám fyrir utan Kaffihúsið og vínstofuna Kramber. Jólatrén eru til sölu og allur ágóði rennur til góðs málefnis. Við hringdum í annan eiganda Krambers Lísu Kristjánsdóttur í þættinum í dag.

Sérstakur matreiðslumeistari þáttarins, Óskar Finnsson, hjálpar okkur með jólamatinnNú erum við komin í sósurnar

Hreimur Örn Heimisson kom með gítarinn og spilaði og söng fyrir okkur.

Við opnuðum líka fyrir símann út af manneskju ársins.

Frumflutt

22. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,