Síðdegisútvarpið

12. júlí

Rúmar tvær vikur eru liðnar frá því öllum sóttvarnartakmörkunum var aflétt hér á landi og hefur þjóðin fengið anda aðeins léttar undanfarið. Covid er þó ekki enn aðeins fjarlæg minning. minnsta kosti ekki hjá Almannavörnum og því fólki sem starfar á þeirra vegum. Fimmtán ferðamenn með COVID-19 eru í Farsóttarhúsi. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna verður á línunni.

Það fór hiklaust framhjá fáum England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld þegar liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Við ræðum við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann um þessa skuggahlið fótboltans.

Og fleira á þeim nótum... Bryndís Silja bókmenntafræðingur er búsett í London og var stödd á krá í gærkvöldi þar sem hún fylgdist með leiknum sem endaði auðvitað illa fyrir heimamenn. Hún ætlar heyra í okkur og segja hvernig stemningin var í borginni eftir leikinn.

Áhrifavaldurinn og leikkonan Kristín Pétursdóttir varð fyrir árás hakkara en Instagram reikningur hennar var tekinn niður ásamt því aðrir falsaðir reikningar voru settir í umferð í hennar nafni. Þessari árás fylgdu hótanir og tilraun til fjárkúgunar. Við heyrum í Kristínu um málið og það ósýnilega álag sem fylgir þeirri óvenjulegu stöðu vera opinber persóna á samfélagsmiðlum.

Í kvöldfréttum RÚV í gær var sagt frá máli fatlaðs manns með heilaskaða sem vistaður hefur verið á réttargeðdeild í fjögur ár án nauðsynlegrar þjónustu og segir yfirlæknir réttargeðdeildarinnar vistun hans þar vera mannréttindabrot. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar ræðir við okkur um málið.

Birt

12. júlí 2021

Aðgengilegt til

12. júlí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.