Svona er þetta

Andri Snær Magnason

Gestur þáttarins er Andri Snær Magnason, rithöfundur. Orkumál hafa verið til umræðu í þessum þætti á undanförnum vikum, spurningar um fleiri vatnsaflsvirkjanir hafa verið ræddar, sömuleiðis vangaveltur um aðra orkukosti eins og vindorku og kjarnasamruna. Talað hefur verið um orkuskortur blasi við, ekki síst í ljósi nýrra markmiða um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 eða eftir átján ár. Það markmið virðist óraunhæft nema eitthvað mikið breytist í nýtingu þeirrar orku sem þegar er framleidd í landinu. Ef ekkert breytist í þeim efnum kallar kolefnishlutleysi á ríflega tvöföldun á orkuframleiðslu í landinu og ljóst er slíkar framkvæmdir myndu kalla á harða umræðu um náttúruverndarsjónarmið en í síðasta þætti benti forstjóri Landsvirkjunar á þau sjónarmið virtust takast á við loftlagssjónarmiðin og það markmið kolefnishlutleysi á næstu áratugum. Rætt er við Andra Snæ Magnússon um þessa flóknu mynd sem virðist vera teiknast upp í orku-, umhverfis- og loftslagsmálunum hér á landi.

Frumflutt

25. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,