Svona er þetta

Hildur Fjóla Antonsdóttir

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur. Hildur Fjóla varði doktorsritgerð í fyrra um hugmyndir þolenda kynferðisbrota um réttlæti og hvernig megi mæta betur þeirra réttlætishagsmunum. Hún bar saman málsmeðferð á Íslandi og Norðurlöndum og í ljós kom talsverður munur. Rætt er við Hildi Fjólu um niðurstöður þessarar rannsóknar en tilefni viðtalsins er einnig það nýlega kærðu níu konur íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Konurnar níu eiga það allar sameiginlegt hafa kært nauðganir, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni en öll málin hafa verið látin niður falla eftir rannsókn lögreglu. Við ræðum hvaða þýðingu þessi kæra hefur, af hverju hún kemur til og hverju hún mun hugsanlega skila.

Frumflutt

21. mars 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,