Svona er þetta

Albert Jónsson

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Albert Jónsson, sérfræðingur í utanríkismálum og hernaðarmálum og fyrrverandi sendiherra. Albert hefur undanförnu birt fjórar greinar um utanríkismál Íslands, Ísland og umheiminn næstu 30 ár. Þar fjallar Albert um Ísland í nýrri heimsmynd þar sem mikilvægi Evrópu fer dvínandi og Kína og Asíu-Kyrrahafssvæðið með Bandaríkin hinum megin við hafið verður þungamiðja alþjóðakerfisins. Ísland er í útjaðri þessarar heimsmyndar og raunar einnig í jaðri sinnar eigin heimsálfu, bæði landfræðilega og vissu leyti pólitískt og efnahagslega. Mikilvægi Norðurslóða fer þó vaxandi í alþjóðakerfinu og sömuleiðis mun þróun loftslagsmála á næstu áratugum hafa mikið um það segja hvernig Íslendingar haga sinni utanríkisstefnu. Rætt er við Albert um áskoranir og tækifæri Íslands í þessari heimsmynd sem hann dregur upp í greinum sínum.

Frumflutt

25. apríl 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,