Svona er þetta

Jón Ólafsson

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Jón Ólafsson, heimspekingur og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Mikil mótmæli voru í flestum borgum Rússlands um síðustu helgi þar sem því var andmælt Alexei Navalny, helsti leiðtogi andstæðinga stjórnar Pútíns forseta, var handtekinn við komu sína til Rússlands. Navalny hefur barist gegn stjórnarháttum Pútíns og spillingu í rússneskum stjórnmálum í um það bil áratug. Honum var byrlað eitur í ágúst síðastliðnum af rússnesku leyniþjónustunni eftir því sem fréttir herma. Navalny sagði í viðtali við spænska blaðið El País af því tilefni eftir tuttugu ára valdasetu teldi Pútín hann gæti komist upp með hvað sem er. Rætt er við Jón um rússnesk stjórnmál, Pútín og stjórnarandstöðu Navalnys.

Frumflutt

31. jan. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,