Svona er þetta

Sverrir Norland

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Sverrir Norland, rithöfundur. Sverrir sendi nýlega frá sér bók sem heitir Stríð og kliður en þar tekst hann meðal annars á við það hvers vegna og hvernig hann ætti skrifa bókmenntir á tímum þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir tröllauknum áskorunum í umhverfis ? og loftslagsmálum, útrýmingu dýrategunda, yfirtöku tækninnar á lífi okkar og samþjöppun auðs á fárra hendur. Rætt er við Sverri um bókina en hann er jafnframt spurður út í bókmenntir á 21. öld, fagurfræði á tímum þegar afþreyingin ræður ríkjum, umfjöllunarefni skáldskaparins, áhrifavalda hans, lestur og aðra menningarneyslu.

Frumflutt

23. maí 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,