Svona er þetta

Pétur H. Ármannsson

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sérfræðingur í byggingarsögu. Síðastliðið haust sendi Pétur frá sér mikið rit um Guðjón Samúelsson sem var húsameistari ríkisins á fyrri hluta síðustu aldar og áhrifamesti og afkastamesti arkitekt sem Ísland hefur alið. Í bók sinni rekur Pétur ævi og einkum störf Guðjóns sem eins og flestir vita teiknaði margar af helstu byggingum Reykjavíkur og kennileiti bæja og byggðarlaga víða um landið. Rætt er við Pétur um þennan merka mann sem hafði líklega meiri áhrif á það hvernig Íslendingar skynja sjálfa sig og umhverfi sitt en flestir aðrir.

Frumflutt

28. feb. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,