Segðu mér

Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri

Þegar það var byrjað brytja einhvern niður gat maður ekkert sofið. En þá sagði mamma: Þetta er bara tómatsósa,“ rifjar kvikmyndagerðarmaðurinn Gunnar Björn Guðmundsson upp um sérstakt kvikmyndauppeldi móður sinnar. Hann þakkaði móður sinni uppátækið með því tileinka henni kvikmyndina Amma Hófí sem er í bíó.

Gunnar hefur á gert um fjögur hundruð auglýsingar á ferlinum og margar eftirminnilegar. Meðal annars á hann, ásamt Óskari Þór Axelssyni leikstjóra, heiðurinn af því klæða Jón Gnarr í latexbúning í auglýsingu fyrir Villikattarsúkkulaði frá Freyju. var einmitt grafin upp þegar Jón gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur og þótti sérstaklega kómísk í því samhengi. Þeir Gunnar og Óskar stofnuðu fyrirtækið Þeir tveir og nálguðust auglýsingar, sem þeir framleiddu fyrir hin ýmsu fyrirtæki við góðan orðstír, sem stuttmyndir.

Hann vissi nefnilega strax á unglingsaldri hann stefndi kvikmyndagerð og hann hefur líka alla tíð verið mikill spéfugl. Gunnar er yngstur í fjölskyldunni og lagði hann sig alltaf mikið fram við skemmta foreldrum sínum og fjölskyldu sem barn. Það því vel fyrir honum leikstýra áramótaskaupinu, sem hann gerði fjögur ár í röð frá 2009-2012. Þá hafði hann sannað sig með því gera hina geysivinsælu Astrópíu með Ragnhildi Steinunni í aðalhlutverki um konu sem fær vinnu í nördabúð og lærir hlutverkaspil. Um fimmtíu þúsund manns sáu Astrópíu í bíó.

Birt

25. ágúst 2020

Aðgengilegt til

25. ágúst 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir