Segðu mér

Þorsteinn J.

Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Þorsteinn J. skrifaði um skelfilegt fráfall móðurbróður síns, sem varð fyrir bíl fyrir utan heimili sitt, í bókinni Takk, mamma og kom út árið 2000. Þar fór hann í saumana á sambandinu við móður sína, áhrifum slyssins og þögguninni í kringum það. er hann senda frá sér nýja bók, Ég skal vera ljósið, sem gerist í Slippnum en fjallar um hvernig hægt er endurskapa söguna.

Sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson fann snemma fyrir ástríðu sinni fyrir dagskrárgerð og miðlun. Hann fékk í jólagjöf sem barn lítið upptökutæki sem hann notaði til taka sjálfan sig upp og stundum einnig viðtöl við systur sína. Seinna eignaðist hann kasettutæki sem hann þvældist með um allt og tók alls konar hljóð og pælingar upp á segulbandsspólur sem hann geymir enn. „Ekki því þetta svo merkilegt heldur vegna þess þetta er heimild. Maður ýtir á play og er kominn í huganum til Los Angeles 96 eða til Torfa á Hala sautjánhundruð og súrkál. Þetta er svo aðlaðandi finnst mér,“ segir hann. Þorsteinn hefur líka látið til sín taka á ritvellinum og vakti bók hans, Takk mamma, sem kom út árið 2000 mikla athygli. Bókina byggir hann á eigin reynslu og fjölskyldusögu. Frásögnin er persónuleg og fjallar um samband Þorsteins við móður sína sem lést úr krabbameini 67 ára. „Það vita það náttúrlega allir sem missa foreldra sína það er akkúrat tíminn sem þú færist úr stað frá því vera barn í vera fullorðinn,“ segir hann í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttir í þættinum Segðu mér á Rás 1. „Sá tími kallar á þörf til skilgreina, horfa til baka og sjá hvað var í gangi. Hvað gerðist og af hverju það hafði áhrif.“

Birt

19. ágúst 2020

Aðgengilegt til

19. ágúst 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir