Rokkland

Spænska bylgjan, Ólöf Arnalds, Burt Bacharach og Ívar Bjarklind

Í Rokklandi dagins verðum við mestu á Spáni með Cesar Andion frá Live Nation og Spanish Wave á Spáni (útflutningsskrifstofu spánskrar tónlistar) og heyrum fullt af tónlist frá Spáni. Við ræddum saman á Eurosonic Festival í Hollandi í janúar.

Ólöf Arnalds er með söfnun í gangi á Karolifa Fund fyrir nýrri plötu, Tár í morgunsárið. Við heyrum 2 lög sem verða finna á plötunni. Ég minnist Burt Bacharach sem lést í vikunni sem leið og heyrum brot af viðtali við hann frá 2016 Þegar hann kom til Íslands og spilaði í Eldborg í Hörpu. Í þáttarlok skoðum við svo aðeins Grammy verðlaunin og bestu kántríplötuna.

Frumflutt

12. feb. 2023

Aðgengilegt til

14. feb. 2024
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.