Rokkland

Guðfinnur, Jónas Sig, Neil Young 77 ára

Í Rokklandi í dag rifjum við upp þegar Jónas Sigurðsson gaf út plötuna Þar sem himin ber við haf ? sem hann gerði í samstarfi við fólkið sitt heima í Þorlákshöfn; Lúðrasveit Þorlákshafnar sem hann spilaði með þegra hann var strákur, og eldri-borgara kórinn Tóna og trix.

Jónas hélt upp á 10 ára afmælið á föstudagskvöld með frábærum tónleikum í Háskólabíó. Lúðrasveitin var með honum og það var virkilega flott.

Svo er það Guðfinnur Sveinsson var gítarleikari í instrumental rokksveitinni For a minor reflection. Hann fór í óperusöngnám til Vínarborgar en hætti því, býr í dag í New York og var senda frá sér flotta sólóplötu sem heitir You. Ég spjalla við Guðfinn í þættinum og við heyrum nokkur lpög af plötunni hans.

Í lok þáttarins rifjum við svo upp viðtal sem ég tók við Neil Young í Laugardalshöll fyrir tónleikana hans fyrstu og einu á íslandi, 6. Júní 2014. Neil átti afmæli í gær ? er 77 ára og plata; World record, kemur út næsta föstudag. Stúdíóplata númer 42.

Jonas Björgvinsson tók myndirnar á tónleikum nafna síns á föstudaginn.

Frumflutt

13. nóv. 2022

Aðgengilegt til

15. nóv. 2023
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.