Rokkland

Björk og Fossora

Björk var senda frá sér 10undu sólóplötuna sína; Fossora.

Þetta er lífræn plata ? mikil jarðtenging, Björk segir Fossora Sveppaplatan sín. Sveppirnir eru eins og internet skóganna segir hún.

Platan er mestu tekin upp á Íslandi, unnin á Covid-tímanum og flestir sem eru með Björk á plötunni eru íslenskir vinir og kunningar; Hamrahlíðarkórinn, fólk úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ofl. Björk er sjálf upptkökustjóri en Bergur þórisson var hennar hærgi hönd.

Það er mikill áhugi á plötunni um allan heim enda er Björk frumkvöðull og einstakur listamaður. Björk sýnir okkur aðeins inn í veröld sína í Rokklandi í dag.

Birt

2. okt. 2022

Aðgengilegt til

4. okt. 2023
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.