Rokkland

ABBA - Benny Anderson á línunni

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum hljómsveitin ABBA, ein stærsta og vinsælasta hljómsveit sögunnar sendi frá sér plötu í fyrra, plötuna Voyage sem er fyrsta plötuna í heil 40 ár. Hún fór alla leið á toppinn á vinsældalistum víða um heim og fékk líka ágæta dóma. Núna um næstu hlegi verður svo ABBA Arena, nýja Abba-tónleikahöllin í London opnuð með viðhöfn, og ABBA tónleika sjóið hefur göngu sína þar.

Af þessu tilefni bauðst Rokklandi stutt viðtal við Benny Anderson úr ABBA núna í Eurovision vikunni. Við ræddum um Eurovision, ABBA höllina, sjóið, hljómsveitina, þjóðlagatónlist, hvers vegna höllin væri ekki í Stokkhólmi, nýju plötuna og ýmislegt fleira. En við heyrum líka brot úr viðtali frá september í fyrra við Svönu Gísladóttur (Svana Gisla) frá Akranesi sem er búin vera vinna náið með þeim Björn, Benny, Agnetu og Önnu Frid þessu risastóra Abba verkefni í bráðum 5 ár. Hún er einskonar framkvæmdastjóri verkefnisins.

Við heyrum líka brot úr viðtali Rokklands við Rufus Wainwright sem heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu sunnudaginn eftir viku, en viðtalið verður í heild sinni næsta sunnudag.

Frumflutt

22. maí 2022

Aðgengilegt til

24. maí 2023
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.