Rokkland

Meira Gus Gus og Andrea Bocelli

Magnús R. Einarsson fyrrum tónlistarstjóri Rásar 2 er gestaumsjónarmaður í Rokklandi í dag. Hann er með umfjöllun um ítalska stórsöngvarann Andrea Bocelli sem heldur tónleika í Kórnum í Kópavogi laugardaginn 21. maí nk. Bocelli þykir vera með eina fallegustu rödd heims og hefur selt yfir 90 milljónir platna á heimsvísu. Celine Dion hefur sagt ef guð hefði söngrödd, þá myndi hún hljóma eins og röddin hans Bocelli. Magnús náði í Bocelli í síma á dögunum og við heyrum Magnús tala um og við söngvarann. Lykke Li, Florence + The Machine, Sting, Ry Cooder, Elvis og fleiri koma líka við sögu. Og Gus Gus. Biggi Veira ? Birgir Þórarinsson sem er eini sem hefur verið í Gus Gus allan tímann, allt frá byrjun árið 1995 til dagins í dag var gestur þáttarins síðasta þáttar. Við ræddum um allt og ekkert og allt mögulegt, en við vorum ekki alveg búnir þegar tími var úti og þess vegna er smá framhald í dag.

Frumflutt

1. maí 2022

Aðgengilegt til

3. maí 2023
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.