Rokkland

Vintage Caravan, Trúbrot og Lifun + Úkraína

Í Rokklandi í dag ætla ég t.d. skjótast áleiðis til Úkraínu með Julian Lennon, U2 og Pink Floyd, en Pink Floyd sendi frá sér fyrsta nýja lagið í 28 ár í vikunni, lag til styrktar baráttunni gegn Rússnesku innrásinni í Úkraínu. Og Bono og Edge úr U2 tóku líka upp lag í vikunni fyrir Úkraínu, og Julian Lennon. Við skoðum það og heyrum í dag.

Við heyrum í Adda í Sólstöfum, en hann og Ragnar Sólberg voru senda frá sér lag saman undir nafninu Isafjord og það er plata á leiðinni. Við heyrum lagið sem heitir Njálssaga sem er undir áhrifum frá Neil Young.

En við byrjum á gærkvöldinu sem ég og mamma mín og c.a. 1400 aðrir vörðum í Eldborg í Hörpu á 50 ára afmælishátíð Lifunar með Trúbroti.

Á sviðinu voru Gunnar Thordarson og Magnús Jón Kjartansson úr Trúbroti, og Shady Owens. Með þeim voru svo Jón Ólafsson á Hammond, Pétur Grétarsson á slagverk, Matthías Stefánsson á gítar, fiðlu, mandolín ofl og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari sem var frábær viðbót, og svo strákarnir, ungu mennirnir, kjarninn í bandinu. Rokksveitin The Vintage Caravan.

Stefanía Svavarsdóttir og Stefán Jakobsson sungu megnið af prógramminu, sem var Lifun í heild sinni eftir hlé, og hin og þessi Trúbrotslög í fyrri hlutanum. Shady söng líka helling, flaug sérstaklega frá Englandi þar sem hún býr til taka þátt í þessu. Og hún var alveg æðisleg, algjör stjarna! Hún var reyndar búin vera lasin í vikunni, fékk flensu eftir fyrstu æfingu og það leit út fyrir hún yrði lítð sem ekkert með, en sem betur fer var hún með, hún var æðisleg. Það geislaði af henni og hún söng af miklu öryggi og það var hrikalega gaman sjá hana og heyra og þær saman, hana og Stefaníu Svavarsdóttur sem var líka frábær og glæsileg eins og Stebbi Jak sem bar hitann og þungann af söngnum ásamt Stefaníu.

Og þetta var í einu orði sagt algjörlega frábært, það var svo gaman sjá og heyra Vintage Caravan keyra þetta áfram með öllu sínu stuði, einlægri spilagleði og fagmennsku. Ég hef nokkrum sinnum heyrt Lifun og auðvitað aðra Trúbrotsmúsík flutta á sviði, en aldrei svona. Þessir strákar eru með þessa músík í blóðinu, kunna þetta út og inn, afturábak og áfram og ég var eiginlega hlæjandi allan tímann, þetta var algjörlega æðislegt. Allt um þetta og fleira - t.d. smá Rokk í Reykjavík í Rokklandi í dag.

Frumflutt

10. apríl 2022

Aðgengilegt til

12. apríl 2023
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.