Rokkland

Með Hljómum og fleirum á Bítlaslóðum í Liverpool 2008

Rokkland dagsins er endurfluttur þáttur frá 8. Júní 2008. Þetta er einn skemmtilegasti þáttur sem ég hef gert (finnst mér) og það var allt skemmtilegt við það. Þátturinn segir frá pílagrímsferð íslenskra tónlistarmanna til Bítla-borgarinnar Liverpool í lok maí 2008. Fararstjóri var Jakob Frímann Magnússon sem þá var formaður FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) sem stóð fyrir ferðinni í tilefni af 25 ára afmæli félagsins.

Hópurinn (ég var með) fór í Magical mystery tour- Bítla-skoðunarferð um Liverpool. Á Sgt. Peppers sjó í Cavern klúbbnum. Það var hátíðar-kvöldverður á Hard Days Night ? Bítla-hótelinu í Liverpool þar sem Alan Williams, fyrsti umboðsmaður Bítlanna var heiðursgestur. Svo voru tónleikar með Paul McCartney á Anfield Road, og síðast en ekki síst - tónleikar með sjálfum Hljómum í Cavern klúbbnum, 44 árum eftir þeir spiluðu þar fyrst - árið 1964.

Meðal þeirra sem koma við sögu í þættinum eru auk Jakobs, Bjartmar Guðlaugsson, Þorsteinn Eggertsson, Rúnar Júlíusson, Júlíus Guðmundsson, Jakob Bjarnar Gretarsson, Gunnar Thordarson, Óttar Felix Hauksson, Tryggvi Jónsson, Þorgeir Ástvaldsson, Sverrir Stormsker, Tryggvi Hübner, Edwyna skólasystir Lennons, Grímur Atlason, Gísli Helgason og ýmsir fleiri.

Þetta er þáttur fyrir alla Bítla-aðdáendur og marga fleiri.

Frumflutt

27. mars 2022

Aðgengilegt til

29. mars 2023
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.