Rokkland

Sigurður Guðmundsson - Nú stendur mikið til

Það er jóla-Rokkland í dag! Ég hef boðið upp á sérstakan jólaþátt í mörg undanfarin ár og þessir þættir hafa verið allavegana. En fókusinn hefur alltaf verið á jólamúsík og það er nóg til af henni. Í þetta skiptið ákvað ég setja kastljósið á eina frábæra jólaplötu sem ég veit er uppáhalds jólaplata mjög margra. Hún kom út fyrir rétt rúmum áratug, árið 2010 og í aðalhlutverki þar er Sigurður Guðmundsson - Siggi Hjálmur. Hann og hans hægri hönd á plötunni, upptökustjórinn Guðmundur Kristinn Jónsson ? Kiddi Hjálmur, eru gestir Rokklands í dag og ætla hlusta á plötuna með mér og okkur öllum og segja okkur frá ? sögurnar á bakvið lögin og þessa skemmtilegu plötu.

Frumflutt

19. des. 2021

Aðgengilegt til

27. des. 2023
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.