Ólátagarður

Sara Flindt og grasrótartónlist á baráttudegi verkalýðsins

Gleðilegan fyrsta maí kæru Ólátabelgir! Ólátagarður er í baráttuhug þessu sinni, og leggur upp með skoða grasrótartónlist sem tengist baráttu vinnandi fólks fyrir bættum kjörum á einn eða annan hátt.

Næsta föstudag, 5. maí, kemur út glæný stuttskífa úr smiðju tónlistarkonunnar Söru Flindt (áður þekkt sem ZAAR). Skífan ber titilinn "It's always nice to be wanted" og fylgir eftir "Lost My Sense of Humour" frá 2019 þó Sara hafi reyndar komið víða við í millitíðinni og meðal annars komið útgáfu splitt-plötunnar "While We Wait" sem var samstarfsverkefni hennar við Salóme Katrínu og Rakeli. Bjarni Daníel mælti sér mót við Söru innan um kröfugöngur og hátíðarhöld í miðbæ Reykjavíkur fyrr í dag, og þau ræddu saman í sólinni.

Lagalisti:

Korter í flog - Spítt

Drengurinn Fengurinn - Mig langar ekki til vinna

Kruklið - Arðrán

GÓÐxÆRI - Stéttasvikarar ft. GRÓA

Sara Flindt, Curro Rodriguez Sanchez, Brynjar Daðason & Guðmundur Arnalds - take thirteen, part four

Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson & Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack

Það vantar gögn í Dira

Frumflutt

1. maí 2023

Aðgengilegt til

30. apríl 2024
Ólátagarður

Ólátagarður

Farið er yfir það nýjasta og ferskasta sem er gerast í grasrót tónlistarsenunnar á Íslandi. Þátturinn leggur áherslu á vandaða umfjöllun um senuna og fólkið sem hana byggir í bland við nýútgefna tónlist.

Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson og Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack.

Þættir

,