Fram og til baka

Fram og til baka

Rúnar Róbertsson leysir Felix Bergsson af þennan laugardaginn. Bergsveinn Arilíusson, tónlistarmaður, var gestur í Fimmunni og sagði frá fimm stöðum sem hann hefur búið á ásamt því tengja það við hljómsveitirnar sem hann hefur verið í. Þá tók Rúnar stöðuna á söfnun Krabbameinsfélagsins í Mottumars og talaði við Árna Reyni Alfreðsson hjá Krabbameinsfélaginu og síðar var Rannveig Grétarsdóttir hjá Eldingu á línununi vegna Páskaeggjaleitar í Viðey.

Lagalisti

Sóldögg - Hennar Leiðir

Vinir vors og blóma - Bál (2010)

Hreimur Örn Heimisson, Katla Njálsdóttir, Vinir vors og blóma - Lífið er núna.

Bríet - Hann er ekki þú.

Bogomil Font og Greiningardeildin - Sjóddu frekar egg.

Hjálmar - Gakktu alla leið.

GDRN - Þú sagðir.

Emilíana Torrini - Big Jumps.

Júlí Heiðar og Patri!k - Heim.

Malen og Raven- Right?.

T Rex - Get it on.

Tom Petty - Learning To Fly.

Frumflutt

23. mars 2024

Aðgengilegt til

23. mars 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Kristján Freyr stekkur í skó Felix Bergssonar, rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar huggulega tóna sem hæfa laugardagsmorgnum. Hin bráðskemmtilega Fimma er á sínum stað þar sem góðir gestir segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra

Þættir

,