Fram og til baka

Guðrún Hulda ræktar garðinn og sjálfa sig

Hulda Geirsdóttir leysti Felix Bergsson af í Fram og til baka í þetta skiptið. Gestur hennar í fimmunni var Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri Bændablaðsins og kontrabassaleikari sem ræddi ýmis konar rækt; hrossarækt, matvælarækt, málrækt, sjálfsrækt og tengslarækt. Þá lék Hulda létta tóna og skoðaði aðeins sögu Jónsmessunar í kjölfar nýliðinnar Jónsmessunætur.

Frumflutt

24. júní 2023

Aðgengilegt til

23. júní 2024
Fram og til baka

Fram og til baka

Kristján Freyr stekkur í skó Felix Bergssonar, rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar huggulega tóna sem hæfa laugardagsmorgnum. Hin bráðskemmtilega Fimma er á sínum stað þar sem góðir gestir segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra

Þættir

,