Fram og til baka

Sváfnir Sigurðarson og störf lífsins

Gestur Felix á laugardagsmorgni var tónlistarmaðurinn úr Kópavogi Sváfnir Sigurðarson sem hlustendur Rásar 2 þekkja af góðu einu. Sváfnir er einnig markaðs og kynningarfulltrúi hjá Þjóðleikhúsinu og hefur í gegnum tíðina gengt fjölmörgum störfum. Hann rifjaði þau upp í fimmunni sinni og hóf yfirferðina á 17. aldursári í verksmiðju Ora - kjöts og rengis.

Í síðari hluta þáttarins rifjaði Felix upp sögu Fine Young Cannibals og kíkti á það sem gerðist á deginum

Frumflutt

4. nóv. 2023

Aðgengilegt til

3. nóv. 2024
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,