Fram og til baka

Keli trommari í Agent Fresco er líka kennari

Hrafnkell Örn Guðjónsson hefur getið sér gott orð sem trommari og þá helst með hljómsveit sinni Agent Fresco. En hann hefur komið víða við og í bráðskemmtilegri fimmu sagði hann Felix og hlustendum af fimm ákaflega eftirminnilegum giggum. Sögurnar bárust um allan heim, frá Airwaves í Reykjavík til Seattle í Bandaríkjunum með viðkomu í Armeníu og Evrópu. Einnig var rætt um uppvöxtinn í Reykjavík, ástina á trommunum og nýja starfið sem er tónlistarkennsla í grunnskólum en Keli var meðal leiðbeinenda krakkanna úr Fellaskóla sem unnu Skrekk á dögunum.

Frumflutt

29. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,