Fram og til baka

Sjóhundurinn Jón Frímann

gestur dagsins í fimmunni tengdist auðvitað sjósókn í tilefni af sjómannadeginum sem stendur fyrir dyrum. Það var Jón Frímann Eiríksson stýrimaður og skipstjóri sem settist hjá Felix og talaði um fimm skip sem hafa haft áhrif á líf hans. Listinn var svona: Sturlaugur H Böðvarsson AK10, Rán HF, Heiðrún SH, Hringur SH og Akurey AK10. Jón Frímann talaði um breytingar á vinnulagi á skipum frá því hann hóf störf átján ára gamall og deildi ýmsum skemmtilegum sögum af uppákomum um borð.

Í síðari hluta þáttarins kom Karl Ágúst Ipsen og talaði um heilsuvandræði Celine Dion og svo fengum við nýjar fréttir af Dolly Parton

Frumflutt

3. júní 2023

Aðgengilegt til

2. júní 2024
Fram og til baka

Fram og til baka

Kristján Freyr stekkur í skó Felix Bergssonar, rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar huggulega tóna sem hæfa laugardagsmorgnum. Hin bráðskemmtilega Fimma er á sínum stað þar sem góðir gestir segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra

Þættir

,