Fram og til baka

Ásgeir Brynjar og hagfræðingarnir

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar hefur vakið athygli fyrir skýra framsetningu á hagfræðilegum málefnum og hann var gestur Felix í Fimmunni. Auðvitað valdi Ásgeir fimm hagfræðinga sem hafa haft áhrif á líf hans og umræðan fór um víðan völl um hagfræðileg og heimspekileg málefni, spádómsgáfur hagfræðinga og framtíð sauðfjárbúskapar, svo eitthvað nefnt

Í síðari hlutanum komu þau í heimsókn Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason og sögðu af nýjum og spennandi þáttum úr þáttaröðinni Fyrir alla muni sem fer af stað í þriðja sinn.

Í lok þáttar spilaði Felix svo lögin sem keppa í Söngvakeppninni í kvöld

Frumflutt

24. feb. 2024

Aðgengilegt til

23. feb. 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Kristján Freyr stekkur í skó Felix Bergssonar, rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar huggulega tóna sem hæfa laugardagsmorgnum. Hin bráðskemmtilega Fimma er á sínum stað þar sem góðir gestir segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra

Þættir

,