Fram og til baka

Kiddi Hjálmur og mistökin

Gestur Felix í Fimmu dagsins er Guðmundur Kristinn Jónsson sem alla jafna gengur undir nafninu Kiddi Hjálmur. Kiddi hefur marga fjöruna sopið í íslenskum tónlistar og hljóðheimi en er þekktastur fyrir starf sitt í Hjálmum og Baggalúti auk þess vinna tónlist með frábærum ungum tónlistarmönnum eins og Ásgeiri Trausta og Árnýju Margréti. Kiddi segir bransasögur í fimmunni sem fjallar um fimm mistök, ja eða amk neyðarlegar uppákomur!

Í síðari hlutanum rifjar Felix upp sögu Annie Lennox og Eurythmics og spilar nokkur vel valin tóndæmi

Frumflutt

14. okt. 2023

Aðgengilegt til

13. okt. 2024
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,