Fram og til baka

Jakob yngri á Jómfrúnni

Það var vertinn á Jómfrúnni, Jakob E Jakobsson, sem kom í fimmu en eins og menn tóku eftir í vikunni fékk Jómfrúin fyrir Tónlistarviðburð ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum en staðurinn hefur í samstarfi við Sigurð Flosason haldið úti Sumardjassi á veitingastaðnum á hverju sumri í 20 ár. Jakob hefur frá mörgu segja og fimman hans tengist mannvirkjum

Í síðari hlutanum heyrðum við í Ásu Hauksdóttur sem er prímusmótor í Músíktilraunum en úrslitin fara einmitt fram í dag.

Frumflutt

16. mars 2024

Aðgengilegt til

16. mars 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Kristján Freyr stekkur í skó Felix Bergssonar, rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar huggulega tóna sem hæfa laugardagsmorgnum. Hin bráðskemmtilega Fimma er á sínum stað þar sem góðir gestir segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra

Þættir

,