Lesandi vikunnar

Smári Gunnarsson

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var svo Smári Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, en hann frumsýndi nýlega hjartnæmu heimildarmyndina Heimaleikurinn og hlaut hún áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni og einni áhorfendaverðlaunin á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panoraama. En hann sagði okkur í dag frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Smári talaði um eftirfarandi bækur:

Játningar Ágústínusar e. Ágústínus frá Hippó, þýðandi Sigurbjörn Einarsson

Húsið e. Stefán Mána

The Elephant to Hollywood e. Michael Caine

Tár, bros og takkaskór e. Þorgrím Þráinsson

Frumflutt

21. okt. 2023

Aðgengilegt til

21. okt. 2024
Lesandi vikunnar

Lesandi vikunnar

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.

Þættir

,