Bara bækur

Bókaþjófar og ófáanleg Hringadróttinssaga

Við hugum stolnum bókum, glötuðum, gleymdum og illfáanlegum í þætti dagsins. Ritmálið hefur verið menningarmiðja öldum saman, en allt er þetta viðkvæmt og það þarf treysta á handrit og bækur og það sem í þeim stendur geymist. Bækur brenna við 451 fahrenheit, svo mikið er víst. Svo eru það bókaþjófarnir. Við veltum fyrir okkur tilgangi þess stela bók, hvort sem það er vegna gróða eða söfnunaráráttu.

Við rifjum líka upp innslag um illfáanlega bókaröð. Í ár eru 70 ár frá fyrstu útgáfu háfantasíubóka J.R.R Tolkiens, The Lord of the Rings, Hringadróttinssögu en fyrsta bindið Fellowship of the ring, kom út sumarið 1954. Íslensku þýðingarnar eftir Þorstein Thorarensen komu út á 10. áratugnum en hafa verið nær ófáanlegar síðan, hvers vegna?

Viðmælendur: Dagný Hulda Erlendsdóttir, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Friðgeir Einarsson, Björn Thorarenssen, Gunnar Theodór Eggertsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

4. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,