Bara bækur

Afi minn stríðsfanginn og Davíð Wunderbar

"Við erum stödd á milli tikk og takk. Þar sem lífið sjálft felur sig." Tilvistin er föst í klukkunni. Við skyggnumst inn í huga sögupersónu sem vill útrýma mælingum tímans. Davíð Wunderbar er önnur skáldsaga Hákonar J. Behrens og þar segir frá manni með hugmyndir, kannski einhverjar ranghugmyndir líka. Þetta er skáldsaga sem flæðir hratt, hún hvellspringur í höndunum á manni og eyrir engu. Aðalpersóna sögunnar telur sig útundan, skilinn eftir og þarf flýja á mið til þess öðlast einhvern samastað í tilverunni. Þar kynnist hann konu og með þeim takast ástir, en breytir það einhverju? Alltaf hvílir á honum stóra hugmyndin um nákvæm mæling tímans rót alls vanda. Allt frá landbúnaðarbyltingu höfum við verið hneppt í vistarband við tímann.

Og stríðið heldur áfram. Sögur af stríði hér á Íslandi eru vissulega til og reglulega skjóta upp kollinum bækur þar sem þær eru sagðar. Þegar Ísland var hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöld breyttist margt en það þurfti ekki vopnuð átök til þess og enginn kom og reyndi af hafa af þeim Ísland með vopnum. En stríðið hafði ýmsar afleiddar afleiðingar í för með sér. Í Bókinni Afi minn stríðsfanginn greinir Elín Hirst frá sannri sögu úr sinni eigin fjölskyldu af því þegar breski herinn handtók afa hennar, Karl Hirst, í upphafi hernámsins, fyrir það eitt vera Þjóðverji. Hann var fluttur ásamt fleirum í fangabúðir á eyjunni Mön. Næstu ár voru öll samskipti þeirra hjóna, Karls og Þóru Mörtu ömmu Elínar, ritskoðuð og Þóra sem var kraftmikil og hugmyndarík kona þurfti sjá ein fyrir fjölskyldunni. stríði loknu tók við önnur barátta - heimilisfaðirinn fengi snúa aftur heim til eiginkonu og barna.

Viðmælendur: Elín Hirst og Hákon Jens Behrens.

Lesari: Lóa Björk Björnsdóttir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

10. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,