Bara bækur

SÓN í 20 ár, Munnbiti og Ljóðstund með Arnari

Ágætu hlustendur, árið 2024 hefst á ljóðum og ást. Skortur er á rannsóknum á samtímaljóðum mati Soffíu Auðar Birgisdóttur, bókmenntafræðings og gagnrýnanda sem nýlega tók við ritstjórn SÓN tímarits um ljóðlist og óðfræði. SÓN hefur verið gefið út af Óðfræðifélaginu Boðn frá árinu 2003 eða í 20 ár og við setjum niður með Soffíu Auði hér rétt á eftir, kynnumst þessu rótgróna tímariti sem samt hefur verið viss kafbátur í íslenskri ljóðalögsögu en framtíðarsýn nýja ritstjórans er skýr og kallar Soffía eftir aukinni umfjöllun og umræðu um samtímaljóðlist.

?Eitt er það orð sem losar okkur undan öllum þunga og sársauka lífsins. Þetta orð er ást,? sagði forngríska leikskáldið Sófókles. Ástarsögufélagið er nýr hópur höfunda og áhugafólks um ástarsögur sem hefur gefið út lítið rit sem kallast Munnbiti og geymir sögur ljóð og prósa eftir 30 höfunda. Þar eru dregnar upp ótal birtingarmyndir ástarinnar; ást á ostum, djamminu, árabátum, ástleysi og sjálfsást, svo eitthvað nefnt. Þetta er fyrsta bókaútgáfa félagsins en meðlimir þess segjast rétt byrja í sínum athugunum á ástina í gegnum skáldskap. Sem er nauðsynlegt mótvægi við öllu því öllu því þunga, erfiða og óréttláta í heiminum segja þau Guðrún Friðriksdóttir og Andri Freyr Sigurpálsson, sem koma til mín og segja mér frá Munnbita.

Og loks er það ekki bara ást á ljóðum heldur upplestri þeirra. Fátt fer betur í eyrað en vel lesið ljóð. Arnar Jónsson stórleikari hefur lengi haft þann draum gefa út ljóðaplötu og fyrir skemmstu kom út tvöföld vínylplata, Ljóðastund með Arnari þar sem hlusta á leikarann raddmikla lesa valin ljóð. Hlýðum á ljóð hér undir lokin og viðtal við Arnar um plötuna.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

6. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,