Bara bækur

Norðurlandaverðlaun, ritþing um Kristínu Ómarsdóttur og Ból

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í óperuhúsinu í Osló í vikunni. Joanna Rubin Dranger frá Svíþjóð fékk verðlaunin fyrir bókina Ihågkom oss till liv, sem er í fyrsta sinn frá upphafi verðlaunanna sem myndasaga hreppir þau í þessum flokki. Stóra fréttin fyrir okkur Íslendinga var auðvitað í barna og ungmennaflokki en Rán Flygenring var verðlaunuð fyrir sína myndrænu sögu, Eldgos. Við fáum viðbrögð Jórunnar Sigurðardóttur dagskrárgerðarkonu við hátíðinni og þessum tveimur bókum en Jórunn gerði 8 þætti á Rás 1 um allar tilnefningar til Norðurlandaverðlaunanna í bókaflokkunum tveimur.

Við lítum aðeins inn á ritþing Gerðubergs um ska?ldskap og listferil Kristínar Ómarsdóttur, Sjáðu fegurð þína, sem fram fór 28. október í Tjarnarbíói í Reykjavík.

Og Steinunn Sigurðardóttir var senda frá sér sína 11. skáldsögu, Ból, mikla átakasögu konu sem gerir upp ævi sína og örlög, þetta er skáldsaga um ofurást sem getur spillt, áföll og uppgjöf en líka styrk og mátt tungumálsins til þess utan um það sem er svo miklu stærra en við sjálf.

Viðmælendur: Jórunn Sigurðardóttir og Steinunn Sigurðardóttir.

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Noktúrna í b-moll ópus 9 númer 1 eftir Frédéric Chopin

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

4. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,