Bara bækur

12 ára strákur ráðinn skólastjóri og þriðji þýðandi Hobbitans

Tolkien aðdáendur hafa eflaust fengið af því fréttir í jólabókaflóðinu í ár er þýðing á Hobbitanum. Það sætir tíðindum af nokkrum ástæðum. Íslenskar þýðingar á bókum Tolkiens eiga sér svolítið flókna sögu og hef ég rakið það hér í þessum þætti sem og annarsstaðar áður. Í stuttu máli kom hún fyrst út á íslensku um 40 árum eftir upprunalegu útgáfuna árið 1978 í þýðingu feðganna Úlfs Ragnarssonar og Karls Ágústs Úlfssonar, síðan í nýrri þýðingu Þorsteins Thorarensen árið 1997 og loks núna í þriðju þýðingunni eftir Sólveigu Sif Hreiðarsdóttur og með ljóðaþýðingum Braga Valdimars Skúlasonar. Svo hafa útgáfuflækjur valdið því Hobbitinn og flest allt Tolkien-efni á íslensku hefur lengi verið ill- eða ófáanlegt, enginn hefur tekið það sér til kaupa þýðingarréttinn og endurútgefa. Einhver liggur á þeim eins og dreki á gulli. En hobbitinn Bilbó er sum snúinn aftur... aftur. Út og heim aftur. Fjöllum um hann í lok þáttar.

Kerfisgallar og seinagangur veldur því 12 ára strákur fær stöðu skólastjóra í bókinni Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson. Upp vakna spurningar um frelsi og vald, hvort eigi hafa svín í skólastofum og hvort nemendur ættu hafa lýðræðislegt vald til reka kennara. Og kannski er erfiðara vera kennari og skólastjóri en krakka hafði grunað og erfiðara vera nemendur en kennarar gera sér grein fyrir. SKólastjórinn hlaut bókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2024 en er nýkomin út.

Viðmælendur: Ævar Þór Benediktsson, Karl Ágúst Úlfsson, Sólveig Sif Hreiðarsdóttir og Björn Thorarensen.

Lesarar: Magnús Guðmundsson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Frumflutt

29. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,