Bara bækur

Armeló og Sara og Dagný og ég

Það streyma fram nýjar bækur þessa dagana, þær eru farnar hlaupa í stafla. Meðal þess sem kom út í vikunni er skáldsagan Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur og smásagnasafnið Sara, Dagný og ég eftir Ísak Regal. Þessar bækur eru afar ólíkar en undir báðum liggur samtími okkar eins og hann blasir við, áskoranir fólks, kvíði, margbrotin sjálfsmynd og fleira. Við flettum í þessum tveimur í þætti dagsins og hlýðum á nýja tónlist eftir tónlistardúettinn Ingibjargir sem vinna með ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur.

Viðmælendur: Þórdís Helgadóttir og Ísak Regal.

Tónlist: Lag 1 - Tómas R. Einarsson, Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Paradise Circus - Massive Attack, Chained to a Cloud - Slowdive.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

21. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,