Bara bækur

Saga af svartri geit og Marie Aubert

Norski rithöfundurinn Marie Aubert verður gestur þáttarins í dag. Bækur Marie Augbert hafa notið mikillar velgengni, hlotið lof gagnrýnenda og verið þýddar um víða veröld. Sögur hennar spretta úr hversdagslegum veruleika og lýsa þær afskaplega vel flóknum fjölskyldusamböndum og tilfinningalegum glundroða tilveru samtímans. Aubert lítur á sig sem smásagnahöfund, hún kann vel við styttri frásagnir þar sem mannleg samskipti er í forgangi og flæða skrif hennar gjarnan út frá samtalinu. Nóvellan Fullorðið fólk var þýdd af Kari Ósk Grétudóttur og kom út hjá Benedikt bókaútgáfu 2023.

Við förum svo til Indlands og flettum í skáldsögunni Saga af svartri geit eftir Perumal Murugan. Aðalsögupersóna er geit eins og titillinn gefur til kynna og vinnur Murugan með ævintýra minnið og táknsöguna. Bókin hefst þegar nýborin agnarsmá geit kemst óvænt í hendur fátæks, aldraðs bónda sem ásamt konu sinni fórnar öllu til koma huðnukiðinu á legg. Það reynist erfitt í hörðum heimi þar sem fátækt, kúgun og uppskerubrestur eru veruleiki manna og dýra. Þetta er bók um geit en líka um samfélag manna, stéttaátök, kærleika og kraftaverk. Perumal Murugan er fyrsti tamílski rithöfundurinn sem gefinn er út á íslensku. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín en einnig valdið fjaðrafoki í heimalandi.

Viðmælendur: Marie Aubert, Giti Chandra og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

20. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,