Bara bækur

Afskrifaðar bækur, Kletturinn og frásagnir flóttafólks

Í þessum þætti veltum við fyrir okkur frásögnum flóttafólks og rannsóknum á þeim á sviði bókmenntafræðinnar. Í því samhengi flettum við í bókinni Vanþakkláti flóttamaðurinn eftir Dinu Nayeri, sem var gestur bókmenntahátíðar í Reykjavík í vor, en hún skrifar þar um eigin reynslu og annarra af flótta. Við opnum líka splunkunýja skáldsögu eftir Sverri Norland sem kallast Kletturinn, veltum fyrir okkur samskiptum karlmanna, gömlum leyndarmálum og brengluðu gildismati samtímans. En geyma bók eða ekki geyma, þar er efinn. Við veltum fyrir okkur afskrifuðum bókum á bókasöfnum, hver ákveður hver á reka bækur á dyr? Eiga bókaunnendur safna í stafla eða losa sig við bók eftir fyrsta lestur?

Viðmælendur: Guttormur Þorsteinsson bókavörður, Sverrir Norland Rithöfundur og Gunnþórunn Guðmundsdóttir prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

Lesari: Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

16. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,