Bara bækur

Bókatíðindi í 133 ár, Hrunbókmenntir og Emil Hjörvar Peters

Bókatíðindi eru árlegur gleðigjafi fyrir bókmenntaáhugafólk. Þessi mikla skrá er nauðsynlegt hjálpartæki þegar kortleggja á flóðið, utan um hvað er koma út og hvað hefur komið út undanfarin misseri. Útprentaða útgáfan er væntanleg en hún er komin á vefinn. Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem gefur út bókatíðindin, skrá yfir útgefnar bækur og rekja útgáfu þeirra til ársins 1890 sem þá hétu Skrá yfir eignar og umboðssölubækur Bóksalafélagsins í Reykjavík. Skráin spannar sum þrjár aldir og verður auðveldara fletta upp í gömlum bókatíðindum. Við heyrum í Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra FÍBÚT.

Við skoðum viðbragð rithöfunda við fjármálahruninu en 15 ár eru liðin frá örlagaríkum upphafsdögum þess haustið 2008. Á þessum árum hafa bókmenntafræðingar rannsakað eitt og annað sem einkennir bókmenntirnar á árunum eftir. Við gröfum í gullkistu Ríkisútvarpsins til átta okkur betur á því.

Og loks förum við í heimsókn til Emils Hjörvar Petersen rithöfundar sem hefur gefið út sína 10. skáldsögu. Höfundur sem hóf sinn ritferil einmitt á árunum eftir hrun, hann skrifar á mörkum bókmenntagreina og á mörkum miðla, prents og hljóðs, við hittum Emil Hjörvar í lok þáttar og rekjum úr honum garnirnar svo notað myndmál sem er eins og beint upp úr einhverri subbulegri hrollvekjunni.

Viðmælendur: Bryndís Loftsdóttir, Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Baldvinsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Vera Knútsdóttir, Alaric Hall og Emil Hjörvar Petersen.

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Crash - Högni Egilsson, Triennale - Brian Eno.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

7. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,