Bara bækur

Samantekt: Vónbjørt Vang, bókaklúbbar fræga fólksins og flugvallabókmenntir

Við byrjum á umfjöllun um Vónbjørt Vang ljóðskáldi frá Færeyjum sem hlaut bókmenntaverðlaun norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina Svarta orkídeian. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir þýðandi og sem stýrir fornbókabúðinni Kanínuholan sagði mér frá skáldskap Vónbjørt í haust en von er á íslenskri þýðingu frá Móheiði á sigurbókinni.

Við hlerum líka bókaklúbba fræga fólksins, það er enginn frægur með frægum nema hann með bókaklúbb og nýti hann til góðs og ills. Það eru stundum ekki beint bókmenntahvatar þar á bakvið.

Í lokin förum við út á flugvöll þar sem er alveg sérstök bókmenning. Hvaða bækur eru í flugvallabókabúðum og hvernig endurspegla flugvellir ástand nútímamannsins? Sjöfn Asare bókmenntafræðingur og rithöfundur fór yfir það með mér síðla sumars.

Frumflutt

24. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,