Bara bækur

Booker-verðlaun, Vandamál vina minna og Effí Briest

Þýska stórvirkið Effí Briest eftir Theodor Fontane sem kom út 1895 var koma út í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn eftir Arthur Björgvin Bollason. Bókin er stór og mikill samfélagsspegill af 19. öldinni í Prússlandi og lífi og tilveru hinnar ungu Effí Briest og fólkinu í kringum hana. Bókin er gjarnan sett í hillu með Önnu Karenínu eftir Leó Tolstoj og Madam Bovarí eftir Gustave Flaubert. Arthur er búsettur í Þýskalandi en var staddur hér á landi þegar Bara bækur fengu hann í heimsókn til segja betur frá Effí Briest.

Við förum niður í miðbæ Reykjavíkur og hittum skáldið Hörpu Rún Kristjánsdóttur sem var gefa út ljóðabókina Vandamál vina minna. Það er stór og kröftug, femínísk ljóðabók sem hverfist um áföll og erfðir. Talsvert óheflaðri og beittari bók en Harpa hefur áður sent frá sér.

Við fáum líka Árna Matthíasson menningarblaðamann til þess segja frá skáldsögunni Prophet Song sem hlaut Booker-verðlaunin í ár og voru afhent í vikunni. Það var írinn Paul Lynch sem hreppti verðlaunin í ár fyrir sína rammpólitísku dystópíu.

Viðmælendur: Árni Mattíasson, Harpa Rún Kristjánsdóttir og Arthúr Björgvin Bollason.

Lesari: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

2. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,