Bara bækur

Ritskoðun á Hugo-verðlaunum, Sven Nordqvist og Kōbō Abe

Við byrjum á segja frá vandræðagangi í heimi furðusagna og vísindaskáldskapar. Hugo-verðlaunin eru stærstu og virtustu verðlaun heims á því sviði bókmenntanna og hafa verið veitt árlega áratugum saman. liggur fyrir einhverjum höfundum og bókum þeirra, sem þóttu jafnvel sigurstranglegar, var stungið undir stól. Allt var það gert viljandi hefur komið í ljós og það af pólitískum ástæðum.

Á undanförnum árum hefur bókaútgáfan Kvistur endurútgefið og endurþýtt sígildu barnabækurnar um þá félaga Pétur og köttinn Brand eftir sænska mynd- og rithöfundinn Sven Nordqvist. Þessar myndríku og fjörugu bækur komu út undir lok síðustu aldar hér á landi í þýðingu Þorsteins frá Hamri og notið vinsælda hjá ungum sem öldnum.

Héðan eru hugsanlega engar undankomuleiðir, sama hvað við mokum og mokum sandi, sama hvað við prílum upp á bakkana. Þeir molna stöðugt undan okkur og sandurinn þjarmar að. Þetta undarlega og martraðarkennda ástand er sögusviðið í einni frægustu skáldsögu japanska rithöfundarins Kōbō Abe sem við rýnum í hér á eftir, Sunna no onna, The woman in the Dunes. Kōbō Abe hefði fagnað aldarafmæli um þessar mundir og við höldum upp á það með því rýna í þessa frábæru skáldsögu sem kom Abe rækilega á heimskortið.

Viðmælendur: Kári Tulinius, Ásta Halldóra Ólafsdóttir, Þorbjörg Karlsdóttir og Brynja Hjálmsdóttir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

24. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,