Bara bækur

Auður Haralds árið 1979, Einurð og Megir þú upplifa

Við hefjum þáttinn á Auði Haralds sem lést í byrjun árs, höfund sem gerði allt vitlaust í bókmenntunum 1979 með bókinni Hvunndagshetjan. Auður var rithöfundur og grínisti sem með sínum flugbeitta blýanti horfðist í augu við kvaðir og tepruskap borgarastéttarinnar og hæddist úreltum hugmyndum um hvað og á gera við líkama sinn og hugsanir. Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979 og vakti strax mikla athygli. Hún opnaði umræðu í samfélaginu um heimilisofbeldi og kvennakúgun. Á útgáfuári bókarinnar gerði Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur og ritstjóri útvarpsþátt hér í ríkisútvarpinu þar sem lesið var upp úr nýjum bókum og ræddi við höfundana. Auður var þar meðal upplesara og við ætlum hefja þáttinn á litlu broti úr þessum þætti, förum á útvarpsbylgjunum aftur til 1979 þegar Hvunndagshetjan reið um héruð…

Næst opnum við nýja ljóðabók sem Draumey Aradóttir var senda frá sér og kallast Einurð - þar heldur lesandinn inn í móðurlíf þaðan sem ljóðmælandi er staddur í flestum ljóðanna. Þetta er bók um upphafið, um það sem við erfum, kynslóðaáföll, og um hughrif og kenndir sem móta einstaklinginn á fyrsta og viðkvæmasta skeiði ævinnar í móðurlífinu. Þetta eru heimspekileg ljóð um það hvernig persóna verður til, ekki aðeins af holdi og blóði heldur allar þær óteljandi breytur sem gera okkur okkur. Einurð er sjöunda bók Draumeyjar Aradóttur og með Einurð og Varurð ljóðabók frá 2022 kemur Draumey fílefld inn á ljóðasviðið eftir nokkuð hlé en hún hefur verið gefa út þýðingar og ljóð jöfnum höndum auk barna- og unglingabóka. Ég settist niður með Draumeyju og vitandi það hún er logophile eða orðaunnandi, orðafíkill nánast fannst mér liggja beinast við spyrja út í nafn bókarinnar, Einurð.

„Megir þú lifa áhugaverða tíma,“ segir kínverska bölbænin fræga og var það eitt af því sem skaust upp í hugann við sjá titilinn á nýrri bók Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, sem er jafnframt hans fyrsta bók. Bjarni Þór hafði áður stungið niður penna, til mynda í blöð og tímarit en hér tekst hann á við form stuttu skáldsögunnar, nóvelluna. Sagan er fremur hefðbundin athugun á huga karls í krísu, tilvistarlegt ferðalag hans í leit sjálfum sér og fegurðinni. Textinn er snarpur og fullur af vísunum í poppmenningu, tónlist og skáldskap sem dregur upp mynd af manni á krossgötum sem þráir frelsi æskunnar og fegurð innan um harm, missi og gráan hversdagsleika.

Frumflutt

13. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,