Bara bækur

Edgar Allan Poe og Maður í eigin bíómynd

Já, það verður auðn og myrkur í þætti dagsins. Bæði óhugnarlegt myrkur og það sem umlykur fólk í kvikmyndahúsum. Og það verður dálítið um tímaflakk, við verðum mest á 19. og 20. öldinni.

Við opnum nýja íslenska skáldsögu eftir Ágúst Guðmundsson sem er þekktastur fyrir kvikmyndaleikstjórn en hann er skrifa um dramataískan og stormasaman kafla í lífi sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmar Bergmans. Kvikmyndaleikstjóri notar skáldsögu til rýna í höfuð kvikmyndaleikstjóra sem er rýna í eigið líf, þetta er margbrotið og athyglisvert púsluspil.

Og sagna- og kvæða úrval eftir bandaríska rithöfundinn og gotneska rómantíkerinn Edgar Allan Poe hefur í fyrsta sinn litið dagsins ljós, um 200 ára gamlir, sígildir og áhrifamiklir textar sem hafa legið brotakenndir í þýðingarsögu íslands á Poe en hana rekja til 19. aldar. Edgar Allan Poe var brautryðjandi á sviði smásagnagerðar og segja upphafsmaður glæpasögunnar sem 200 árum síðar hefur nánast aldrei haft það betra. Sögurnar hans hafa líka haft gríðarleg áhrif á furðusögur og hrollvekjur áratugum saman. En í þessu nýja safnriti frá Dimmu útgáfu eru íslensku þýðingarnar, gamlar og nýjar teknar saman í fyrsta sinn, spennandi tímar fyrir þau sem kunna vel við drungarlegar sögur við kertaljós og dragsúg í skammdeginu. Ástráður Eysteinsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson eru ritstjórar verksins og meðal þýðenda setjast niður með mér og rýna í myrkið og ævi Poe.

Viðmælendur: Ágúst Guðmundsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Ástráður Eysteinsson.

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Devil's Trill Sonata - Fritz Kreisler.

Lesarar: Guðni Tómasson og Viðar Eggertsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

25. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,