Bara bækur

Örforlög á Norðurlöndum, Una sameinast Benedikt og Stjörnufallseyjur

Ágætu hlustendur jólabókaflóðið er hafið. Það er blokkuð öruggt fullyrða það hér. . Þetta er undarlegt og einstakt tímabil þegar hundruðir bóka taka streyma eins og jökulhlaup, undanfari eldgoss, eða hvað? Kannski kemur aldrei gos heldur bara stuttir bókavextir sem koðna niður um jólin. Við ætlum þó aðeins fjalla um eina nýja bók úr flóðinu, það er prósaverkið Stjörnufallseyjur eftir Jakub Stachowiak, sem verður með okkur í lok þáttar. En við ætlum fyrst og fremst beina sjónum okkar í dag bókaútgáfu, og það sérstökum kima hennar. Útgáfur sem flokkast sem örforlög. Ana Stanichevic sem hefur um árabil kennt við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands hefur nýlega lokið doktorsprófi frá skólanum en hún rannsakaði örforlög á Norðurlöndum, aðallega hér á Íslandi og Danmörku. Við ætlum ræða við hana hér rétt á eftir um skilgreiningar og einkenni slíkra útgáfa. Einnig hittum við Einar Kára Jóhannsson sem hefur fengist við bóksölu og útgáfu um nokkurt skeið en útgáfa sem hann kom stofnun, Una útgáfuhús og flokka sem örútgáfu hefur sameinast öðru stærra forlagi, Benedikt.

Viðmælendur: Ana Stani?evi?, Einar Kári Jóhannsson og Jakub Stachowiak.

Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Fall - Sigur Rós.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

28. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,