Bara bækur

Stríðsbjarmar, Kúbudeilan og Aksturslag innfæddra

„Svo heldur heimsstyrjöldin áfram til sívaxandi blessunar fyrir land og þjóð, enda af mörgum aldrei nefnd annað en blessað stríðið,“ segir í Sjálfstæðu fólki. Þegar kemur stríðsátökum hefur litla herlausa þjóðin hér á Íslandi upplifað stríðstíma úr fjarlægð en þó ekki mikilli því þeir rata oft heim á endanum og það vitum við. Við ætlum taka fyrir tvær bækur sem komu út í lok síðasta árs og glíma við stríð. Önnur er um örlagaríka atburði kalda stríðsins og hin er skrifuð um atburði sem standa okkur nær í tíma, og gerast nánar til tekið í rauntíma: stríð í Úkraínu. Við rýnum í bækurnar Kúbudeilan eftir Max Hastings í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, og Stríðsbjarmar eftir Val Gunnarsson. Magnús og Valur verða gestir þáttarins.

En hefjum leika á allt öðru: sögum af fólki, sögum fjarri stríði. Þórdís Gísladóttir skáld og þýðandi sendi frá sér nýtt smásagnasafn á síðasta ári, Aksturslag innfæddra sem geymir sjö smásögur sprottnar úr raunveruleikanum. Þórdís sendi þar auki frá sér tvær þýðingar á síðasta ári: Smáatriðin eftir Ia Genberg og Gift eftir Tove Ditlevsen. En í Aksturslagi innfæddra finna glefsur inn í líf fólks úr ólíkum áttum frá ólíkum tímum. Við fyrstu sýn eru atburðirnir í Aksturslagi innfæddra hversdagslegir og jafnvel smávægilegir en þeir endurspegla stærri hliðar tilverunnar og vekja upp spurningar um það hver við erum og hvort við þekkjum aðrar manneskjur til fulls.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

3. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,