• 00:00:46Kjarasamningar undirritaðir
  • 00:14:06Leikstjóri Triangle of Sadness

Kastljós

Kjarasamningar undirritaðir, leikstjóri Triangle of Sadness

Skrifað var undir kjarasamninga í dag við stóran hóp launþega á almennum vinnumarkaði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ ræddu um innhald samninganna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar og verðbólguvæntingar næsta árs.

Kvikmyndin Triangle of sadness, eða Sorgarþríhyrningurinn, sópar sér verðlaunum - alls fernum á evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Hörpu um helgina auk gullpálmans í Cannes. Myndin hefur ekki síður fallið í góðan jarðveg meðal íslenskra bíógesta en Kastljós hitti leikstjóra hennar, Ruben Östlund, í Hörpu strax lokinni verðlaunaafhendingu og spjallaði líka við Zlatko Buric sem fer með eftirminnilegt hlutverk í myndinni.

Frumsýnt

12. des. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,