• 00:00:25Erlend kvikmyndaverkefni á Íslandi
  • 00:08:52Matarfíknin erfiðasti andstæðingurinn

Kastljós

True Detective á Íslandi, barátta við matarfíkn

Fjórða syrpa bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective verður dýrasta kvikmyndaverkefni sem unnið hefur verið á Íslandi. Gert er ráð fyrir HBO eyði níu milljörðum króna í verkefnið en á rétt á endurgreiðslu af 35 prósent af framleiðslukostnaðinum. Kastljós ræddi við Leif Dagfinnsson hjá Truenorth, sem þjónustar verkefnið.

Fótboltakonan Lára Pedersen háði áralanga baráttu við matarfíkn og greinir frá henni í nýútkominni bók, Veran í moldinni. Hún tókst á við veikindin einsömul og bakvið luktar dyr og segist hafa verið uppfull af skömm og vanlíðan.

Frumsýnt

12. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,