• 00:00:42Einelti í skólum
  • 00:11:06Ópíóíðar
  • 00:19:40List án landamæra

Kastljós

Einelti í skólum, ópíóíðar, List án landamæra

Umræða um fordóma og einelti hefur verið áberandi undanfarnar vikur og margir þolendur sagt frá sinni reynslu. Rætt var við Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla auk þess sem sýnt var viðtal Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttir fréttamanns við Ísabellu Von og móður hennar Sædísi Hrönn Samúelsdóttur. Sædís steig fram á samfélagsmiðlum um helgina og lýsti hræðilegu ofbeldi sem dóttir hennar hefur orðið fyrir.

Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna lyfjaeitrana en í fyrra. Alls létu 46 manns lífið af þeim orsökum en 37 árið á undan. Mörg þessara dauðsfalla eru rakin til ópíóíða. Kastljós ræddi við Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði um þessa vaxandi og hvernig er hægt sporna gegn henni.

Hátt í 100 listamenn taka þátt í List án landamæra í ár, hátíð sem beitir sér fyrir fjölbreyttu listalífi og hefur aldrei fundið jafn mikinn samhljóm með umræðu um þátttöku allra í listum og menningu.

Frumsýnt

19. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,